top of page

​

Lög Félags um jákvæða sálfræði

​

1. gr.

Félagið heitir Félag um jákvæða sálfræði

 

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. 

 

3. gr.

Tilgangur félagsins er að:

  • efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna

  • vera vettvangur samskipta félagsmanna inn á við og út á við

  • standa að fræðslu um jákvæða sálfræði

  • taka þátt í samfélagsverkefnum sem stuðla að aukinni vellíðan þjóðarinnar 

 

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að: 

  • miðla þekkingu t.d. með fræðslufundum, leshópum og ráðstefnum

  • miðla upplýsingum um jákvæða sálfræði, nám og ráðstefnur 

  • styðja við það sem vel er gert og er uppbyggilegt í samfélaginu

 

5. gr.

Stofnfélagar eru: Sjá fundagerðabók félagsins.

 

6. gr.

Félagsaðild er opin öllum sem samþykkja lög félagsins.

 

7. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu að jafnaði kosnir til tveggja ára í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi og velur sér varaformann, ritara og gjaldkera. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi eins oft og þurfa þykir. Aðalfundur kýs tvo skoðunarmenn reikninga.

 

Daglega umsjón félagsins annast stjórn félagsins. Firmaritun félagsins er í höndum gjaldkera.

 

8. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðarétt á aðalfundi.

 

9. gr.

Árgjald félagsins er ákveðið á aðalfundi. Árgjöld eru innheimt með greiðsluseðli og/eða kröfu í netbanka. Hafi félagi ekki greitt félagsgjöld í tvö ár mun stjórn taka viðkomandi af félagaskrá. 

 

10. gr. 

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

 

11. gr.

Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til góðgerðarmála samkvæmt ákvörðun stjórnar.

 

12. gr.

Aðalfund félagsins skal haldinn eigi síðar en lok mars ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er opinn öllum, en einungis skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðarétt. Til fundar skal boðað með tölvupósti af félagaskrá og á Facebook síðu félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

​

   a)     Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundar

   b)     Skýrsla um starfsemi félagsins 

   c)     Reikningar félagsins        

   d)     Kosning formanns

   e)     Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga

   f)      Breytingar á lögum félagsins

   g)     Ákvörðun félagsgjalda

   h)     Önnur mál

 

13. gr.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 3 dögum fyrir auglýstan fund. Breytingar á lögum ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi. Hyggst stjórn gera breytingar þarf að tilkynna þær breytingar í fundarboði.

​

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins þann 3. febrúar 2011 og öðlast gildi frá þeim fundi.

Breytingartillögur voru samþykktar á aðalfundi 24. ágúst 2016 og á aðalfundi 19. maí 2020.

bottom of page