top of page

Félag um jákvæða sálfræði

 

vettvangur áhugafólks um jákvæða sálfræði

Hvað er jákvæð sálfræði?

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun þar sem athyglinni er beint að jákvæðum þáttum mannlegrar tilveru og horft til þess sem gerir lífið þess virði að lifa því. Skoðað er hvað einkennir vel starfhæfa einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu. Sjónum er beint að því hvernig samfélagið og stofnanir þess geta aukið velferð þegnanna svo þeir nái að blómstra og lifa sínu besta mögulega lífi. 

Jákvæð sálfræði einbeitir sér að jákvæðum atburðum og áhrifaþáttum í lífinu, þar á meðal jákvæðum tilfinningum, hugsunum og hegðun, hamingju, þakklæti, seiglu og samkennd. Hvatt er til þess að meta styrkleika fólks og að það nái sátt við fortíðina, upplifi hamingju í núinu og hafi von fyrir framtíðina.

Jákvæð sálfræði færir okkur hagnýtar og gagnreyndar upplýsingar og aðferðir til að auka velfarnað og reynir að útskýra þá staðreynd að þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og lifað því með reisn. 

jákvæð sálfræði

Allar upplýsingar um viðburði er að finna á facebook síðu félagsins.

  • Facebook - White Circle

„The happiness of your life depends upon the quality of your thoughts“  

Marcus Aurelius

   Tilgangur félagsins er að:

  • efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna

  • vera vettvangur samskipta félagsmanna inn á við og út á við

  • standa að fræðslu um jákvæða sálfræði

  • taka þátt í samfélagsverkefnum sem stuðla að aukinni vellíðan þjóðarinnar

 

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

  • miðla þekkingu, t.d. með fræðslufundum, leshópum og  ráðstefnum

  • miðla upplýsingum um jákvæða sálfræði, nám og ráðstefnur          

 

  • styðja við það sem vel er gert og er uppbyggilegt í samfélaginu

 

 

Sjá nánar hér í lögum félagsins  

 

bottom of page